Barein veitir einnig bráðaleyfi

Barein hefur samþykkt notkun bóluefnisins.
Barein hefur samþykkt notkun bóluefnisins. AFP

Stjórnvöld í Barein tilkynntu í dag að þau hefðu veitt bráðaleyfi fyrir notkun bóluefnis Pfizer-BioNTech við kórónuveirunni.

Þar með er landið orðið annað í röðinni á eftir Bretlandi sem samþykkir notkun lyfsins.

„Samþykki bóluefnis Pfizer/BioNTech mun verða til þess að efla viðbrögð konungdæmisins við Covid-19,“ sagði Mariam al-Jalahma, yfirmaður heilbrigðismála í landinu, í yfirlýsingu.

Ekki kom fram hvenær bólusetning í landinu hefst en bóluefnið kemur fram bandaríska lyfjarisanum Pfizer og þýska samstarfsaðilanum BioNTech.

Ekki er ljóst hvenær hægt verður að bólusetja fólk hér á landi en undirbúningur er í fullum gangi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert