Nauðlenti innan um bíla á hraðbraut

Flugvélin hafnaði á jeppa.
Flugvélin hafnaði á jeppa. Ljósmynd/RCDF

Lítil flugvél nauðlenti á hraðbraut í Minnesota í fyrrinótt, á sama tíma og bílar þutu þar um.

Upptaka sem samgönguráðuneyti Minnesota hefur birt á Twitter sýnir vélina koma til lendingar á sama hraða og bifreiðirnar fyrir framan hana og aftan.

Svo virðist sem vélin hafi misst aflið, að því er yfirvöld í Ramsey-sýslu segja á Facebook, en því fylgja myndir af flugvélinni þar sem hún virðist að lokum hafa hafnað á jeppa.

Enginn slasaðist við atvikið.

mbl.is