18 námumenn látnir eftir gasleka

Viðbragðsaðilar að störfum í gærkvöldi.
Viðbragðsaðilar að störfum í gærkvöldi. AFP

Að minnsta kosti 18 námumenn eru látnir og fimm er saknað eftir að kolsýringur tók að leka í kolanámunni, sem er í suðvesturhluta Kína. 

Einum var bjargað úr námunni í morgun. Rannsókn er hafin á atvikinu, sem átti sér stað í gær. 

Fram kemur á BBC að gaslekinn varð þegar námumennirnir tóku í sundur búnað neðanjarðar. Náman hafði verið lokuð í tvo mánuði. 

Námuslys eru ekki óalgeng í Kína. 16 létust í september þegar kviknaði í færibandi í námu nærri Chongqing, með þeim afleiðingum að mikið magn kolsýrings myndaðist. Þá létust 14 þegar sprenging varð í námu nærri Guizhou í suðvesturhluta Kína í desember 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert