Erfðu óvænt milljarð frá öldruðum nágranna

Renate og Alfred Wedel.
Renate og Alfred Wedel.

Íbúar í Waldsolms-umdæmi í Hesse í Þýskalandi erfðu óvænt eignir að verðmæti 6,2 milljónir evra, sem jafngildir tæpum milljarði króna, í kjölfar andláts aldraðs nágranna þeirra. 

Renate Wedel hafði búið í hverfinu ásamt eiginmanni sínum, Alfred Wedel, frá árinu 1975. Alfred lést árið 2014 og Renate í desember á síðasta ári. Í apríl þessa árs kom í ljós að Renate hafði ánafnað hverfi sínu umfangsmiklar eignir, en systir Renate og eini erfingi var þá látin. Arfurinn verður notaður í uppbyggingu innviða í hverfinu. 

Skiptar skoðanir eru meðal íbúa um hvað nýta eigi fjármagnið í. Sumir hafa kallað eftir nýjum leikskóla og hjólastígum en aðrir vilja nýja útisundlaug. 

Auður Wedel-hjónanna er sagður koma úr verðbréfaviðskiptum Alberts, eftir því sem CNN greinir frá.

mbl.is