Neðansjávarhringtorg opnað í Færeyjum

Þórshöfn í Færeyjum.
Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is

Færeyingar ætla á næstunni að opna neðansjávarhringtorg eftir rúmlega þriggja ára smíði. Hringtorgið er hluti af jarðgöngum sem tengja saman Straumey og Austurey og verða þau formlega opnuð 19. desember.

BBC greinir frá þessu og bætir við að göngin verði mikil lyftistöng fyrir íbúa á svæðinu.

Ferðatíminn á milli höfuðborgarinnar Þórshafnar og Rúnavíkur styttist úr einni klukkustund og 14 mínútum í aðeins 16 mínútur með göngunum. 

Önnur jarðgöng eru í smíðum í Færeyjum sem tengja saman Sandey og Straumey.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert