Hæstiréttur hafnar sjónarmiðum Trumps

Dómsúrskurðurinn var kveðinn upp án rökstuðnings.
Dómsúrskurðurinn var kveðinn upp án rökstuðnings. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað beiðni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að hnekkja úrslitum forsetakosninganna í Pennsylvaníu, þar sem Joe Biden bar sigur úr býtum. Segir frá þessu á vef Washington Post

Dómsúrskurðurinn var kveðinn upp án rökstuðnings og bendir ekkert til þess að rétturinn hafi klofnað við úrlausn málsins. Var þetta í fyrsta skipti sem beiðni um að fresta niðurstöðum kosninganna hefur náð til réttarins og virðist sem Amy Coney Barrett, sem var nýlega skipuð í réttinn af repúblikönum, hafi verið meðal dómenda.

Rétt áður en dómsúrskurðurinn var kveðinn upp sendi Trump frá sér yfirlýsingu og hélt því skýlaust fram að hann hefði sigrað Biden. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert