Google og Amazon fá tugmilljarða sekt

Sektirnar nema um 35 milljörðum íslenskra króna.
Sektirnar nema um 35 milljörðum íslenskra króna. AFP

Franska netöryggisráðið CNIL tilkynnti í dag að búið væri að sekta tvær rekstrareiningar Google og eitt dótturfélag Amazon um annars vegar 135 milljónir evra, um 20 milljarða króna, og hins vegar um 100 milljónir evra, eða um 15 milljarða króna.

Tæknirisunum tveimur var gert að sök að setja vafrakökur í tölvur notenda án þess að biðja notendur um leyfi. Vafrakökur gera fyrirtækjum og stofnunum kleift að þekkja notendur vefsíðna í sundur og geyma upplýsingar um þeirra fyrri virkni á vefsíðunni.

Sektinar beinast gegn höfuðstöðvum Goggle á Írlandi, sem þjónustar Evrópumarkað, og Amazon-samstæðunni í Evrópu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert