Hafa gefið 250 milljarða í baráttunni

Bill Gates.
Bill Gates. AFP

Góðgerðasjóður Melindu og Bill Gates hefur leggja til 250 milljónir dala til viðbótar í baráttunni gegn kórónuveirunni. Með fjárframlaginu vonast hjónin til að hægt verði að hraða dreifingu og bólusetningu um heim allan.

Góðgerðasjóðurinn hefur gefið umtalsverðar fjárhæðir til baráttunnar gegn veirunni. Samtals hefur sjóðurinn lagt til tæpa tvo milljarða dala, en samtals eru það nær 250 milljarðar íslenskra króna. 

„Hvort að heimurinn nái að sigrast veirunni veltur á leiðtogum heimsins og vilja þeirra til að koma prófum, meðferðum og bóluefnum til fólks sem virkilega þarf á því að halda,“ var haft eftir Melindu í tilkynningu. 

Fjárframlög góðgerðasjóðsins munu ekki einungis nýtast löndum í Evrópu og Bandaríkjunum heldur verður áhersla einnig lögð á fátækari ríki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert