Bóluefnið frestast til ársloka 2021

AFP

Franska lyfjafyrirtækið Sanofi og breska lyfjafyrirtækið GSK hafa sent frá sér tilkynningu um að bóluefni þeirra við kórónuveirunni verði ekki tilbúið fyrr en í lok árs 2021. Ástæðan er sú að rannsóknir sýni að eldra fólk myndar lítið ónæmi eftir að hafa fengið bóluefnið.

Um er að ræða bóluefni sem lyfjafyrirtækin hafa unnið að í sameiningu. Bóluefnið er eitt þeirra sem Ísland hefur samið um að fá aðgang að.

Í tilkynningu sem fyrirtækin sendu frá sér í morgun kemur fram að ljóst sé að vinna þurfi frekar að þróun bóluefnisins og því sé ljóst að áætlanir um að það verði komið á markað um mitt næsta ár standist ekki og frestist til fjórða ársfjórðungs.

Um er að ræða klínískar rannsóknir á virkni bóluefnisins. Þar kemur fram að þetta eigi aðeins við eldri einstaklinga sem tóku þátt í rannsókninni. Hjá fólki á aldrinum 18-49 mynda 89,6% þátttakenda mótefni, 85% þátttakenda á sextugsaldri mynda mótefni en aðeins 62,5% þeirra sem eru komnir yfir sextugt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert