Ríki heimsins lýsi yfir neyðarástandi

António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. AFP

António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, kallaði eftir því að lönd heimsins lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum, á fimm ára afmælishátíð Parísarsamkomulagsins. Þá gagnrýndi hann ríkari lönd heimsins fyrir að eyða mestöllum fjármunum, sem setja átti í mótvægisaðgerðir gegn kórónuveirunni, í jarðefnaeldsneyti í stað grænni kosta. 

Guterres sagði, að því er fram kemur á vef BBC, að 38 lönd heimsins hafðu nú þegar lýst yfir neyðarástandi og að önnur lönd ættu að fara að þeirra fordæmi. Leiðtogar 70 ríkja heimsins koma saman á afmælishátíð Parísarsamkomulagsins, sem haldin er í gegnum fjarfundarbúnað.

Bretar bæta sig

Það eru Bretar og Frakkar sem halda hátíðina í samtarfi við Sameinuðu þjóðirnar og því hélt Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ræðu þar sem hann sagði að þegar kórónuveirufaraldrinum lyki, myndu ríki heimsins aftur þurfa að takast á við loftslagsmál, sem jafnvel er stærra vandamál en kórónuveiran sjálf.

Þá tilkynnti Johnson að Bretar hygðust hætta stuðningi við framleiðslu jarðefnaeldsneytis erlendis og taka þar með ábyrgð á loftslagsvandanum. Fyrir aðeins nokkrum dögum tilkynnti Johnson að Bretar ætluðu að skera niður útblástur koltvísýrings um 68% fyrir árið 2030.

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP
mbl.is