Misboðið eftir aftöku stjórnvalda

Michelle Bachelet, yfirmaður mannréttindamála hjá SÞ.
Michelle Bachelet, yfirmaður mannréttindamála hjá SÞ. AFP

Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, Michelle Bachelet, segir að sér sé misboðið eftir aftöku íranskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Ruhollah Zam, sem fram fór á laugardag.

Í yfirlýsingu hvetur hún stjórnvöld í Teheran til að stöðva aukna notkun dauðarefsinga þar í landi.

Ruhollah Zam við réttarhöldin í Teheran fyrr á þessu ári.
Ruhollah Zam við réttarhöldin í Teheran fyrr á þessu ári. AFP

Íransk­ar ör­ygg­is­sveit­ir til­kynntu í októ­ber á síðasta ári að Zam hefði verið hand­tek­inn og var hon­um lýst sem gagn­bylt­ing­ar­manni sem hlýddi fyr­ir­skip­un­um Frakka. 

Zam var áður bú­sett­ur í Par­ís og var sakaður af stjórn­völd­um um að hafa leikið lyk­il­hlut­verk í skipu­lagn­ingu mót­mæla gegn stjórn­völd­um vet­ur­inn 2017-2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert