Vill losna gegn 3,6 milljarða tryggingu

Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein.
Ghislaine Maxwell og Jeffrey Epstein. AFP

Ghislaine Maxwell, sem er sökuð um man­sal, sækist eftir því að verða látin laus gegn 28,5 milljón dollara, jafnvirði 3,6 milljarða króna, tryggingu. Hennar bíða réttarhöld vegna meintra kynferðisbrota en Maxwell er sökuð um að hafa ít­rekað út­vegað fyrr­ver­andi kær­asta sín­um, barn­aníðingn­um Jef­frey Ep­stein, stúlk­ur sem voru und­ir lögaldri. Hún er sökuð um að hafa út­vegað Ep­stein stúlk­ur, allt niður í 14 ára gaml­ar, en hann framdi sjálf­víg í fang­elsi á síðasta ári.

Maxwell, sem er dótt­ir fjöl­miðlamó­gúls­ins sál­uga Roberts Maxwell, neit­ar því að hafa stundað man­sal og lokkað til sín tugi ólögráða stúlkna. Hún á að koma fyr­ir dóm í New York næsta sum­ar.

Hún vonast til að losna úr fangelsinu og vill snúa til síns heima, þar sem vopnaðir verðir gætu gætt heimilis hennar. Dómari mun taka beiðni hennar fyrir í lok árs.

Maxwell á yfir höfði sér allt að 35 ára fang­elsi verði hún fund­in sek um meinta glæpi frá ár­un­um 1994 til 1997. Hún er einnig sökuð um að hafa stund­um tekið þátt í því að mis­nota stúlk­urn­ar.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert