Fyrsta farþegaflugið með MAX-vél

Vélin sem tók á loft í morgun.
Vélin sem tók á loft í morgun. AFP

Flugfélagið American Airlines hóf í dag notkun Boeing 737-MAX vélanna að nýju. Er þetta fyrsta farþegaflugið í Bandaríkjunum með vél af umræddri tegund í um tvö ár. Vélin fór í loftið nú fyrir skömmu, en flogið er frá Miami til La Guardia flugvallar í New York. 

„Við hefðum ekki byrjað að nota vélina að nýju nema vegna þess að flugmönnum og flugfreyjum leið vel með það,“ sagpu David Seymor, rekstrarstjóri American Airlines, í kjölfar fregnanna. 

Vélar af gerðinni 737 MAX voru kyrrsettar í mars árið 2019. Kyrrsetningin varði í um 20 mánuði, en galli í vélunum varð til þess að tvær slíkar hröpuðu til jarðar. Alls fórust 346 manns í slysunum tveimur. 

Tvö önnur flugfélög, Gol Linhas Aereas Inteligentes og Grupo Airemexico, hafa tekið vélina í notkun. Það var gert fyrr í desember, en alls hefur uppfærða MAX-vélin flogið um 250 flug frá þeim tíma. 

Hér er vélin á flugbrautinni.
Hér er vélin á flugbrautinni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert