Skrá þá sem hafna bólusetningu

Salvador Illa, heilbrigðisráðherra Spánar.
Salvador Illa, heilbrigðisráðherra Spánar. AFP

Spænsk yfirvöld munu skrá sérstaklega þá sem neita að láta bólusetja sig við Covid-19 og hyggjast deila upplýsingunum með öðrum ríkjum Evrópusambandsins. Þetta kom fram í máli Salvador Illa heilbrigðisráðherra í gærkvöldi.

Illa sagði að almenningur gæti ekki nálgast listann.

Alls hafa rétt rúmlega 50 þúsund Spánverjar látið lífið vegna kórónuveirunnar og sagði Illa að besta leiðin til að sigrast á veirunni væri bólusetning.

Það væri þó ekki skylda að láta bólusetja sig en þeir sem fá boð um slíkt og afþakka verða skráðir þess efnis, líkt og fólk sem lætur bólusetja sig er skráð.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert