Glundroði í Kenosha í Wisconsin

Þegar lögreglumaður skaut hinn 29 ára gamla Jacob Blake sjö sinnum í bakið í Kenosha í Wisconsin-ríki í ágúst, jós hann olíu á ört vaxandi eld óánægju og reiði almennings vegna ofbeldisverka lögreglumanna gagnvart svörtum um öll Bandaríkin. Mótmælaalda og glundroðaástand fylgdi.

Í myndbandi New York Times er sýnt frá atburðunum en skothríð lögreglumannsins náðist á myndband og dreifðist hratt á samfélagsmiðlum. Mótmælendur mættu vopnuðum hópi fólks sem hugðist vernda verðmæti og koma í veg fyrir skemmdarverk. Þungvopnaðir óeirðalögreglumenn skutu táragasi á hópinn. Myndir af vettvangi eru táknrænar fyrir ástandið sem ríkti í Bandaríkjunum á árinu sem er að líða.

mbl.is mun á milli jóla og ný­árs birta umfjallanir sem New York Times hef­ur gert fyr­ir alla mánuði þessa viðburðaríka árs. Kór­ónu­veir­an er þar fyr­ir­ferðar­mik­il en önn­ur stór frétta­mál á ár­inu eru einnig til skoðunar líkt og for­seta­kosn­ing­arn­ar í Banda­ríkj­un­um. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert