Þingmenn samþykkja samninginn

Samningur Bretlands og Evrópusambandsins um samskipti og viðskipti að lokinni útgöngu Breta úr sambandinu hefur hlotið samþykki breska þingsins.

Fer samningurinn nú til lávarðadeildar þingsins þar sem búist er við að hann verði samþykktur sömuleiðis. Að því loknu verður hann borinn undir drottninguna.

Alls féll 521 atkvæði með samningnum en 73 þingmenn greiddu atkvæði gegn honum.

Leiðtogar Evrópusambandsins skrifuðu undir samninginn í Brussel fyrr í dag og sendu hann til Lundúna um borð í flugvél breska flughersins.

Bretland gengur formlega út úr Evrópusambandinu um leið og nýtt ár gengur í garð.

Forsætisráðherrann Boris Johnson við komuna í Downingstræti eftir atkvæðagreiðsluna.
Forsætisráðherrann Boris Johnson við komuna í Downingstræti eftir atkvæðagreiðsluna. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert