Lýðræðissinna neitað um lausn í Hong Kong

Jimmy Lai var skipað að snúa aftur í fangaklefa á …
Jimmy Lai var skipað að snúa aftur í fangaklefa á grundvelli nýrra öryggislaga í Hong Kong. AFP

Auðmanninum Jimmy Lai hefur aftur verið vísað í gæsluvarðhald eftir að dómstóll í Hong Kong féllst á kröfu ákæruvaldsins um að veita honum ekki lausn gegn tryggingu. Lai hefur verið ötull stuðningsmaður lýðræðisumbóta í Hong Kong og er einn þeirra fjölmargra sem handteknir hafa verið frá því í júní á grundvelli nýrra öryggislaga.

Lögin sem samþykkt voru fyrir tilstilli kínverskra yfirvalda hafa þótt mjög umdeild í Hong Kong og fela meðal annars skert málfrelsi og framsal til Kína. Alræðisstjórnin í Kína hefur ávallt heitið því að varðveita sjálfsstjórn Hong Kong en eru sífellt að herða tökin.

Lai er sakaður um að eiga í samstarfi við erlend ríki og aðild að samsæri gegn öryggi Hong Kong og Kína með því að biðja erlend ríki um að beita viðskiptaþvingunum til að styðja baráttu lýðræðissinna í Hong Kong.

Hinn 73 ára auðkýfingur hafði setið 20 daga í gæsluvarðhaldi en var heimild til að dvelja á heimili sínu gegn tryggingu sem nam 10 milljónir Hong Kong dala, jafnvirði 165 milljóna íslenskra króna, auk þess að hann myndi afhenda yfirvöldum vegabréf sitt. Var honum þó meinað að tjá sig opinberlega, meðal annars á Twitter.

Æðri dómstóll komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að dómari hafði ekki beitt ákvæðum nýju lagana rétt og að Lai bæri að snúa aftur í fangaklefa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert