Indverskt bóluefni formlega samþykkt

Mynd sem tekin var fyrr í desember þegar prófanir í …
Mynd sem tekin var fyrr í desember þegar prófanir í þriðja fasa voru samþykktar. AFP

Lyfjastofnun Indlands veitti í gær bráðaleyfi til notkunar á bóluefni er ber heitið Covaxin. Um er að ræða inverskt bóluefni sem þróað var af fyrirtækinu Bharat Biotech, sem staðsett er í borginni Hyderabad þar í landi. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters. 

Covaxin verður notað sem eins konar neyðarbóluefni, fari svo að ekki takist að fá nægilega marga skammta af bóluefni AstraZeneca. Indverska ríkið hefur stutt við framleiðslu bóluefnisins. 

Óljóst er um virkni þess en mjög litlar upplýsingar er að finna um bóluefnið. Gera má ráð fyrir að helstu upplýsingar um Covaxin verði gerðar opinberar á næstunni. Fyrr í dag hélt Lyfjastofnun landsins þar sem farið var yfir nokkur atriði er varða bóluefnið. 

Lyfjasérfræðingar þar í landi hafi veitt bóluefninu tilskilin leyfi, en vonir eru bundnar við að hægt verði að nota bóluefnið af fullum krafti á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Fyrirtækið hefur tilkynnt að um 300 milljónir skammta verði framleiddir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert