Lést af slysförum

Nóra Quoirin fannst látin níu dögum eftir að hún hvarf.
Nóra Quoirin fannst látin níu dögum eftir að hún hvarf. AFP

Fimmtán ára gömul stúlka, Nóra Quoir­in, lést af slysförum segir í niðurstöðu dánardómsstjóra í Malasíu en Quoir­in, sem hvarf 4. ág­úst 2019, fannst lát­in níu dög­um síðar.

Dánardómsstjórinn Maimoonah Aid kvað upp úrskurð sinn fyrir dómi í Malasíu í morgun en foreldrar stúlkunnar töldu að hún hefði verið drepin. For­eldr­arn­ir gagnrýndu yf­ir­völd í Malas­íu fyr­ir seina­gang eft­ir að þau til­kynntu hvarf Nóru og rann­sókn­ina í kjöl­farið.

Að sögn lög­reglu bend­ir ekk­ert til þess að henni hafi verið rænt. Krufn­ing leiddi í ljós að hún lést af inn­vort­is blæðing­um og hún hefði soltið.

Nóra Quoir­in, sem var með þroska­höml­un, fannst lát­in í regn­skógi skammt frá skála fjöl­skyld­unn­ar í um 65 km fjar­lægð frá Kuala Lump­ur. Hún var nak­in þegar hún fannst en dag­ana á und­an höfðu fjöl­menn­ir leitar­flokk­ar leitað henn­ar í skóg­in­um. 

Aid segir að ekkert bendi til þess að stúlkan hafi verið myrt eða beitt kynferðislegu ofbeldi á nokkurn hátt. Hún segir að eftir að hafa hlýtt á vitnisburð og farið yfir gögn málsins sé það niðurstaða hennar að enginn hafi átt hlut að máli þegar Nora Anne lést. „Það eru meiri líkur en minni á því að hún hafi látist af slysförum,“ sagði Aid fyrir rétti í malasísku borginni Seremban í morgun.

mbl.is