Mun ávarpa mótmælendur

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ávarpa stuðningsmenn sína í Washington á miðvikudag. Boðað hefur verið til mótmæla vegna fyrirhugaðrar staðfestingar öldungadeildar Bandaríkjaþings á niðurstöðum forsetakosninganna sem fram fóru í nóvember. 

„Ég mun tala á BJÖRGUM BANDARÍKJUNUM FUNDINUM á morgun,“ sagði forsetinn á Twitter fyrr í kvöld. 



Banda­ríska kjör­mannaráðið (e. Electoral Col­l­e­ge) kaus Biden form­lega 14. des­em­ber, en 306 kjör­menn greiddu Biden at­kvæði sitt gegn 232 sem greiddu Trump at­kvæði. Var það í sam­ræmi við úr­slit kosn­ing­anna.

Lög­um sam­kvæmt kem­ur það í hlut beggja deilda þings­ins að staðfesta kjör kjör­mannaráðsins, „telja at­kvæðin“ eins og það er kallað. Staðfest­ing­in hef­ur venju­lega tal­ist forms­atriði. Trump hef­ur hins veg­ar ekki enn viður­kennt ósig­ur og hef­ur varið síðustu tveim­ur mánuðum í að saka demó­krata um kosn­inga­s­vindl án þess að hafa lagt fram sann­fær­andi sönn­un­ar­gögn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert