Bregðast við árás á þinghúsið

Bandaríkjaþing hefur kosið gegn tilraun stuðningsmanna Trumps Bandaríkjaforseta til að koma í veg fyrir að framfylgt verði vilja kjósenda í Arizona í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu 3. nóvember.

Fulltrúadeildin hafnaði því að mótmæla kosningu kjörmanna ríkisins með 303 atkvæðum gegn 121 atkvæði.

Rúmur helmingur þingmanna repúblikana kaus með því að mótmæla kosningunni, þrátt fyrir að þingmenn úr röðum demókrata hefðu beðið þá að endurskoða þá ákvörðun sína í ljósi þess að skríll stuðningsmanna forsetans hefði ráðist inn í þinghúsið fyrr um daginn.

Leiðtogar repúblikana í fulltrúadeildinni, þeir Kevin McCarthy og Steve Scalise, voru á meðal þeirra sem mótmæltu kosningunni.

Öldungadeildin var öllu ákveðnari, þar sem 93 atkvæði féllu gegn mótmælunum og sex atkvæði með mótmælunum.

Snerist hugur

Að minnsta kosti fjórir öldungadeildarþingmenn repúblikana sögðu að sér hefði snúist hugur eftir að hafa áður sagst myndu kjósa með mótmælunum.

Stöðva þurfti talninguna eftir að æstur múgur stuðningsmanna forsetans Donalds Trumps réðst inn í þinghúsið í Washington-borg.

Útgöngu­bann hef­ur verið sett á í Washingt­on sem gild­ir til klukk­an 6 árdegis í dag, fimmtudag að staðar­tíma, klukk­an 11 að ís­lensk­um tíma.

Fylgst verður áfram með tíðindum vestanhafs á mbl.is, hér fyrir neðan beina útsendingu ABC-frétta­stöðvar­inn­ar.

Ert þú með ábendingu?

Sendu okkur myndir eða myndskeið úr þínu nærumhverfi á netfrett@mbl.is eða með skilaboðum á Facebook-síðu mbl.is

mbl.is

Við þökkum fyrir samfylgdina, umfjölluninni hefur lokið.

Lokum hér

Við þökkum fyrir samfylgdina á þessu feedi.

Áfram verður fylgst með gangi mála á mbl.is en við lokum hér að sinni.

FBI óskar eftir aðstoð almennings

Bandaríska alríkislögreglan FBI hefur óskað eftir aðstoð almennings við að bera kennsl á þá sem tóku þátt í óeirðunum sem enduðu með því að múgur braust inn í bandaríska þinghúsið í Washington.
Meira »

Þingmaður repúblíkana kennir ANTIFA um

Mo Brooks er þingmaður repúblíkana í fulltrúadeild. Á twitter reikningi sínum heldur hann því fram að fólkið sem braust inn í þinghúsið hafi ekki verið komin til þess að styðja Trump heldur til þess að valda óeirðum og koma óorði á stuðningsmenn Trumps.
Hann vill þó að allir sem þátt tóku verði sóttir til saka.


Hluti skemmdarverka

Myndir frá CNN fréttastofu af hluta skemmdarverka sem unnin voru á þinghúsinu í gær.

Hvar gerðist hvað í húsinu?

Yfirlitsmynd af þinghúsinu í Washington

Hver er maðurinn með hornin?

Maðurinn á fréttamyndunum á allra vörum, klæddur eða ekki klæddur sem einhvers konar hyrnt dýr, andlitið þakið bandarísku fánalitunum, heitir Jake Angeli, 32 ára þekktur öfgahægrimaður frá Arizona.
Meira »

Átti að taka gísla?

Truflandi myndir af gálga sem reistur var fyrir utan þinghúsið í Washington í gær ganga nú á netinu. Einnig eru myndir af þátttakendur í innrásinni eru sagðir tilbúnir undir gíslatöku.

Mótmælin borin saman við BLM

Viðbrögð og viðvera lögreglu og yfirvalda er mikið borin saman á samfélagsmiðlum við önnur mótmæli. Miklar umræður hafa myndast á samfélagsmiðlum um skotvopnanotkun og sjónarmiðum velt upp hvort viðbrögðin yrðu þau sömu við Black Lives Matter mótmælum eða loftslagsmótmælum.

Boðflennur í vígahug - fréttaljósmyndir

Stuðningsmenn Donalds Trumps, fráfarandi Bandaríkjaforseta, fjölmenntu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, í gær þar sem þingið kom saman til að staðfesta úrslit kosninganna sem fóru fram í nóvember. Upp úr sauð í gærkvöldi þegar æstur múgur réðist inn í þinghúsið.
Meira »

Starfsmenn þingsins björguðu atkvæðaseðlum

Starfsmenn öldungadeildar þingsins eru sögð hafa verið snör í snúningum og sýnt hetjudáð þegar ljóst væri að þingsalurinn væri í hættu og haldið á brott með kjörmannaatkvæðaseðlana.Cori Bush safnar undirskriftum

Fulltrúadeildarþingkonan Cori Bush hefur hafið undirskirftarsöfnun þar sem krafist er afsagnar allra fulltrúa Repúbíkana sem tóku þátt í valdránstilrauninni.

Spjallþáttastjórnendur lýsa yfir reiði

Angela Merkel segir Trump deila ábyrgð

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í dag að hún væri bálreið og leið yfir fréttum af múgi stuðningsmanna Donalds Trumps sem réðst inn í þinghúsið í Washington í gær. Hún sagði Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, deila ábyrgð á óróanum sem nú ríkti vestra.
Meira »

Hvernig gat þetta gerst?

Hörmulegur öryggisbrestur varð í viðbrögðum við árás stuðningsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á bandaríska þinghúsið í Washington í gær. Borgin er nú þegar í viðbragðsstöðu og starfa 2.000 lögreglumenn hjá þinghúsinu. Samt sem áður náði fólk að þvinga sig inn í helgidóm bandarísks lýðræðis með ekkert annað en flaggstangir, skildi og skóflur að vopni.
Meira »