Facebook og Instagram læsa aðgangi Trump

Donald Trump og Mark Zuckerberg.
Donald Trump og Mark Zuckerberg. AFP

Mark Zucker­berg, stofn­andi og forstjóri Face­book, hefur greint frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað aðgang sinn á Facebook og Instagram um óákveðinn tíma eða að minnsta kosti þangað til Joe Biden hefur tekið við embætti forseta Bandaríkjanna.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook.

Ákvörðunin er tekin í framhaldi af því að þúsundir stuðningsmanna Trump réðust inn í bandaríska þinghúsið í gær.

Zuckerberg segir meðal annars að undanfarin ár hafi Facebook leyft Trump að nota vettvanginn til pólitískrar umræðu. Stundum hafi þurft að fjarlægja efni frá honum eða merkja þá sem brutu stefnu fyrirtækisins.

„Við gerðum þetta vegna þess að við teljum að almenningur eigi rétt á pólitískri umræðu, jafnvel þótt hún sé umdeild. Samhengið nú er í grundvallaratriðum allt annað þar sem meðal annars er verið að hvetja til ofbeldis gegn lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn,“ skrifar Zuckerberg meðal annars.

„Við teljum að áhættan af því að leyfa forsetanum að nota þjónustu okkar núna sé of mikil. Þess vegna höfum við ákveðið að hafa aðgang forsetans að Facebook og Instagram lokaðan um óákveðinn tíma, í að minnsta kosti tvær vikur,“ skrifar Zuckerberg en Joe Biden tekur formlega við embætti forseta Bandaríkjanna 20. janúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert