Grunur um tvær sprengjur í Washington

Lögreglumenn úr röðum FBI í þinghúsinu í dag.
Lögreglumenn úr röðum FBI í þinghúsinu í dag. AFP

Tvær heimatilbúnar sprengjur, eða eitthvað sem þeim líkist, hafa fundist nærri höfuðstöðvum beggja stóru flokkanna í miðborg Washington í kvöld.

Meinta sprengjan við höfuðstöðvar Repúblikanaflokksins fannst við hlið ruslagáms. Um var að ræða málmpípu með endum úr málmi, með vírum sem lágu innan úr pípunni og út í skeiðklukku.

Þetta herma heimildir Washington Post. Sprengjusveitir alríkislögreglunnar FBI fóru á báða vettvanga og sprengdu meintu sprengjurnar örugglega.

Alríkislögreglan rannsakar einnig pallbíl sem fannst fyrir utan höfuðstöðvar Repúblikanaflokksins, en í honum reyndust við leit vera rifflar og haglabyssur auk mikils magns skotfæra og annarra ótilgreindra efna.

mbl.is