Sameinast um gerð bóluefnis

AFP

Þýsku lyfjafyrirtækin Bayer og CureVac hafa tekið höndum saman um þróun og framleiðslu á bóluefni gegn kórónuveirunni undir nafni CureVac.

Samkvæmt samkomulaginu getur CureVac fengið aðstoð hjá sérfræðingum Bayer og skipulagi innra starfs lyfjafyrirtækisins. Segja stjórnendur fyrirtækjanna að með þessu verði hægt að flýta enn frekar komu bóluefnisins á markað og það því í boði fyrir sem flesta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert