Samgönguráðherra Trump segir af sér

Elaine Chao og eiginmaður hennar Mitch McConnell.
Elaine Chao og eiginmaður hennar Mitch McConnell. AFP

Samgönguráðherra Bandaríkjanna Elaine Chao hefur sagt af sér vegna óeirðanna sem urðu við þinghús Bandaríkjaþings á miðvikudagskvöld. 

„Í gær upplifði landið okkar skelfilegan atburð sem hafði verið hægt að komast algjörlega hjá, þegar stuðningsmenn forsetans ruddust inn í þinghúsið í kjölfar mótmælafundar sem hann ávarpaði. Eins og eflaust margir eru sammála, hefur þetta haft slík áhrif á mig að ég get ekki litið fram hjá því,“ sagði Chao í yfirlýsingu. 

Uppsögn Chao tekur gildi á mánudag, níu dögum áður en Joe Biden verður svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna. Eiginmaður Chao er Mitch McConnell, öldungadeildarþingmaður repúblikana. 



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert