Öll lönd orðin „rauð“ á heimskorti Dana

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Dönum er nú ráðið frá því að ferðast til allra landa heimsins vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Áður höfðu aðeins Bretland og Suður-Afríka verið á lista danskra stjórnvalda yfir „rauð svæði“ en nú eru það öll lönd heimsins. 

Danska ríkisútvarpið greinir frá þessu en Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur, tilkynnti þetta á upplýsingafundi í dag. 

Þar kom einnig fram að fyrrikomulag á landamærum Danmerkur yrði hert. Þeir sem koma til Danmerkur frá og með 10. janúar verða að framvísa vottorði um neikvætt kórónuveirupróf við komuna til landsins. Vottorðið má ekki vera meira en sólarhringsgamalt. 

Reglan um framvísun veiruvottorða mun þó taka gildi strax á morgun klukkan 17 á dönskum flugvöllum, fyrir þá farþega er koma með flugi til Danmerkur.

Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur.
Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert