Elísabet Bretlandsdrottning bólusett

Elizabeth II. Bretlandsdrottning og Philip hertogi af Edinborg hafa verið …
Elizabeth II. Bretlandsdrottning og Philip hertogi af Edinborg hafa verið bólusett við Covid-19. AFP

Elísabet II Bretlandsdrottning og maðurinn hennar Philip hertogi af Edinborg hafa verið bólusett við Covid-19. Yfir milljón manns hafa verið bólusett í Bretlandi. Elísabet er 94 ára gömul. 

Talsmenn Buckingham hallar tilkynntu um þetta í dag. Afar sjaldgæft er að upplýsingar um heilsufar þeirra hjóna séu látnar af hendi, hvað þá af fyrra bragði. Líkur eru að því leiddar að drottningin sjálf hafi farið fram á að gera upplýsingar um bólusetninguna opinberar til að koma í veg fyrir rangfærslur.

mbl.is