Tíu ára lögfræðibarátta Assange

Í rúman áratug hefur Julian Assange, stofnandi Wikileaks, staðið í ströngu fyrir dómstólum. Atburðarásin hefur verið með ólíkindum þar sem hann dvaldi í sendiráði Ekvador í Lundúnum í nærri sjö ár, fékk ríkisborgararétt í landinu sem var svo afturkallaður og vingaðist við Baywatch-stjörnuna Pamelu Anderson svo eitthvað sé nefnt.    

Fréttaveitan AFP hefur tekið saman meðfylgjandi myndskeið þar sem stiklað er á stóru í þessari lygilegu atburðarás. Blaðamaðurinn Kristinn Hrafnsson leikur þar hlutverk en hann hefur verið ritstjóri uppljóstrunarvefjarins Wikileaks um árabil. 

Í vikunni dró til tíðinda í málefnum Assange þar sem breskir dómstólar synjuðu framsalsbeiðni frá bandarískum yfirvöldum. Ákvörðuninni hefur verið áfrýjað og mun Assange dvelja í fangelsi þar til málinu verður lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert