Andlitsgrímur ógna lífríki jarðar

Einnota andlitsgrímur og hanskar sem hafa hjálpað til við að bjarga mannslífum í kórónuveirufaraldrinum ógna nú lífum annarra. Þau líf eru ekki mannleg heldur ógna andlitsgrímurnar og hanskarnir villtum dýrum, sérstaklega fuglum og sjávardýrum. 

Vísindamenn vara við því að einnota grímur og hanskar mengi nú sjóinn og ár víða um heim. 

„Við teljum að einnota grímur og hanskar séu líklega ógn við lífríki sjávar,“ segir George Leonard, aðalvísindamaður náttúruverndarsamtakanna Ocean Concervancy. 

Apar leika með andlitsgrímu, sem þeir að öllum líkindum telja …
Apar leika með andlitsgrímu, sem þeir að öllum líkindum telja að sé matur, í Malasíu. AFP

„Dýr, til dæmis sjávarskjaldbökur, telja hanska stundum vera mat. Sjávarskjaldbökurnar, til dæmis, halda að hanskarnir séu marglyttur en þær eru aðalfæða sjávarskjaldbakanna,“ bætir Leonard við.

Hann segir að fæðuvefurinn allur sé í raun í hættu vegna þessa. 

„Þegar plastið brotnar niður í umhverfinu verða til minni og minni agnir. Þær geta svo haft áhrif á nánast allan fæðuvefinn,“ segir Leonard um málið.

mbl.is