Farþegar til Bandaríkjanna þurfa neikvætt próf

Flugfarþegar við komuna á O'Hare-flugvöllinn í Chicago í Bandaríkjunum.
Flugfarþegar við komuna á O'Hare-flugvöllinn í Chicago í Bandaríkjunum. AFP

Flugfarþegar sem ætla til Bandaríkjanna þurfa að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi innan við þremur dögum fyrir brottför.

Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, greindi frá þessu.

„Skimun útilokar ekki alla áhættu en þegar fólk hefur einnig verið heima hjá sér og haft varann á sér á hverjum degi, með því meðal annars að nota grímur og passa upp á fjarlægðartakmörk, þá er verður öruggara að ferðast,“ sagði Robert Redfield, yfirmaður CDC.

Reglugerðin tekur gildi 26. janúar.

Karlmaður við komuna á Dulles-flugvöllinn í Virginíu í Bandaríkjunum.
Karlmaður við komuna á Dulles-flugvöllinn í Virginíu í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is