Skinkusamlokur gerðar upptækar vegna brexit

Frá landamæravörslu við landamæri Bretlands. Myndin er úr safni.
Frá landamæravörslu við landamæri Bretlands. Myndin er úr safni. AFP

Hollensk sjónvarpsstöð náði myndskeiði af landamæravörðum leggja hald á skinkusamlokur og fleiri matvæli frá ökumönnum sem keyrðu frá Bretlandi til Hollands. Ástæðan er einföld: Brexit. 

Landamæraverðirnir útskýrðu breytingar á reglum um innflutning sem urðu eftir að Bretland skildi sig formlega frá Evrópusambandinu. Samkvæmt reglum þess er þeim sem ferðast frá löndum utan sambandsins til þess bannað að flytja þangað kjöt og mjólkurafurðir. 

„Velkominn í brexit“

Reglurnar virtust rugla í það minnsta einn ökumann á landamærunum í ríminu. 

„Síðan brexit tók gildi er þér ekki lengur heimilt að flytja tiltekin matvæli til [landa Evrópusambandsins]. Til dæmis kjöt, ávexti, grænmeti, fisk og annað sambærilegt,“ útskýrði hollenskur landamæravörður fyrir bílstjóranum í myndefni sem sjónvarpsstöðin NPO 1 birti.

Í einu atriðinu spurði landamæravörður ökumanninn hvort einhverjar af samlokunum í bílnum innihéldu kjöt. Þegar ökumaðurinn sagði að sú væri raunin sagði landamæravörðurinn: „Allt í lagi, þá tökum við þær allar.“

Undrandi spurði ökumaðurinn embættismennina hvort hann mætti halda brauðinu. Þá sagði landamæravörðurinn að allur varningurinn yrði gerður upptækur. „Mér þykir það leitt, velkominn í brexit,“ sagði landamæravörðurinn þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert