28 smit og 37 milljónir einangraðar

AFP

Kínverskt hérað þar sem yfir 37 milljónir búa hefur verið einangrað eftir að þar greindust 28 kórónuveirusmit í dag. Af þeim voru 12 einkennalaus. Lýst var yfir neyðarástandi og fólki bannað að yfirgefa héraðið.

Kórónuveiran greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan fyrir rúmu ári en með mjög hörðum sóttvarnareglum hefur tekist að halda smitum í lágmarki þar. Undanfarnar vikur hafa aftur á móti ný smit verið að skjóta upp kollinum og fylgir þeim hertar reglur, svo sem ferðatakmarkanir og víðtækar skimanir. 

Yfirvöld í Heilongjiang héraði, sem er í norðausturhluta landsins, lýstu yfir neyðarástandi í dag og mega íbúarnir, 37,5 milljónir talsins, ekki ferðast út fyrir héraðið nema brýna nauðsyn beri til. Eins hefur öllum samkomum verið aflýst. Þrjú af smitunum 28 greindust í héraðshöfuðstaðnum Harmbin en þar fer fram þekkt ísskúlptúra hátíð um þessar mundir. 

Yfirleitt sækja milljónir borgina heim til þess að skoða íshallir og ótrúlega skúlptúra gera úr ís í þessari köldu borg en næstu daga er spáð yfir 30 stiga frosti þar. 

mbl.is