Forsætisráðherra Eistlands segir af sér

Juri Ratas.
Juri Ratas. AFP

Forsætisráðherra Eistlands, Juri Ratas, greindi frá því í dag að hann væri að láta af embætti eftir að rannsókn hófst á flokki hans, Miðflokknum, í tengslum við spillingarmál tengt fasteignafélagi.

Ekki er gert ráð fyrir því að gengið verði til kosninga en forseti landsins, Kersti Kaljulaid, hefur tvær vikur til að tilnefna nýjan forsætisráðherra sem þingið þar síðan að samþykkja.

Ratas greindi frá afsögninni á Facebook. Hann segist vonast til þess að afsögnin muni aðstoða við rannsóknina. Hann segist ekki hafa brotið neitt af sér og ekki haft vitneskju um málið.

Málið snýst um fasteignafélag sem fékk háar fjárhæðir að láni frá ríkinu og náði arðbærum samningum við borgaryfirvöld í Tallinn en borgarstjórinn þar er einnig í Miðflokknum.

Faðir eiganda fyrirtækisins styrkti Miðflokkinn ríflega. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert