Verður Trump píslarvottur?

Donald Trump Bandaríkjaforseti
Donald Trump Bandaríkjaforseti AFP

Hvort var verra: inn­rás­in í þing­húsið í Washingt­on eða sam­stillt­ar aðgerðir banda­rísku tækniris­anna um að loka á Banda­ríkja­for­seta og vega að tján­ing­ar­frels­inu?

Það er að minnsta kosti al­menn samstaða um að van­stillt­ustu stuðnings­menn Trumps fóru langt yfir strikið en aft­ur á móti voru marg­ir sem gátu ekki hamið gleði sína og hrifn­ingu þegar Twitter, Face­book og önn­ur stór­fyr­ir­tæki tækni­geir­ans settu Trump í straff.

Þegar upp er staðið held ég að ákvörðun banda­rísku sam­fé­lags­miðlanna muni valda lýðræði og frelsi á heimsvísu miklu meira tjóni en árás­in á þing­húsið. Þeir sem halda að það bæti heim­inn ef vit­leys­ing­um, skúrk­um, skít­seiðum og fólki með rang­ar skoðanir er meinað að tjá sig átta sig ekki á út á hvað tján­ing­ar­frelsið geng­ur, og hversu auðvelt það er að fara út af spor­inu þegar valda­mikl­ir aðilar – stjórn­völd eða fyr­ir­tæki í ein­ok­un­ar­stöðu – taka til við að ákveða hvað má og má ekki segja.

Rúss­neski stjórn­ar­and­stöðuleiðtog­inn Al­ex­ey Navalny benti á hætt­una í færslu sem fékk að birt­ast á Twitter: „Þetta skap­ar for­dæmi sem and­stæðing­ar tján­ing­ar­frels­is­ins um all­an heim geta nýtt sér,“ skrifaði hann. „Næst þegar þeir þurfa að þagga niður í ein­hverj­um geta þeir ein­fald­lega svarað: þetta er hið eðli­leg­asta mál og meira að segja Trump var hent út af Twitter.“

Með því að loka á Trump er hætta á að Twitter hafi gert hann að píslar­votti í aug­um bandarískra hægrimanna.

Fréttaskýring Ásgeirs Ingvarssonar um tjáningarfrelsið birtist fyrst í ViðskiptaMogganum en lesa má hana í heild sinni hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert