Farþegar til Englands þurfa neikvætt próf

Ferðamaður á Heathrow-flugvelli í London.
Ferðamaður á Heathrow-flugvelli í London. AFP

Frá kl. 04:00 næstkomandi mánudag munu farþegar á leið til eða í gegnum England þurfa að sýna neikvætt Covid-19-próf við komuna til landsins.

Skiptir þar engu mál hvort farþegarnir eru breskir ríkisborgarar eða koma frá löndum og svæðum þar sem þeir mega ferðast til Englands án þess að fara í sóttkví.

Taka þarf prófið þremur dögum áður en haldið er af stað í ferðalagið, að því er kemur fram á vefsíðu breskra stjórnvalda.

Stutt er síðan farþegar á leið til Bandaríkjanna voru beðnir um að gera slíkt hið sama.

Ný reglu­gerð í Danmörku skyld­ar komuf­arþega einnig til að ljúka skimun og vera laus­ir við smit áður en þeir koma til lands­ins.

mbl.is