Lestarferðum fækkað umtalsvert

AFP

Dregið verður umtalsvert úr lestarferðum í Bretlandi á næstu vikum eða um 72% frá því sem var fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vegna þessa eru farþegar beðnir um að kanna það áður en lagt er af stað hvort þjónustan sé í boði.

Guardian greinir frá þessu og segir að formlega verði upplýst um þessar breytingar í dag. Þetta er í raun minni samdráttur en búist var við en járnbrautarfyrirtækin hafa einblínt á að halda uppi þjónustu á morgnana og síðdegis til að tryggja að starfsfólk heilbrigðiskerfisins komist til og frá vinnu.

Járnbrautarfyrirtækin segja að með því að breyta áætluninni geti farþegar meira treyst á þjónustu sem er í boði vegna þess að veikindi starfsfólks hjá lestarfyrirtækjunum hefur haft áhrif á daglega starfsemi þeirra.

Járnbrautarfélögin voru þjóðnýtt í Bretlandi í mars og sérleyfi afturkölluð tímabundið. Þetta átti að gilda þangað til í október en ákveðið að framlengja því um sex til 18 mánuði.

Áður en útgöngubann var sett á í Skotlandi og Englandi 4. janúar var tíðni lestarferða komin upp í 87% af því sem var fyrir Covid-19.

mbl.is