Rio Tinto framlengir á Nýja-Sjálandi

Álver Rio Tinto í Straumsvík.
Álver Rio Tinto í Straumsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrirtækið Rio Tinto tilkynnti í dag að samningar hefðu náðst við raforkufyrirtækið Meridan Energy á Nýja-Sjálandi um framlengingu á raforkusamningi til ársloka 2024. Þar með er starfsemi álvers Rio Tinto tryggð til næstu fjögurra ára, en Rio Tinto hafði áður boðað að álverinu yrði lokað.

Rétt eins og hér á landi hafði fyrirtækið hótað lokun vegna hás raforkukostnaðar og krefjandi markaðsaðstæðna, en raforkufyrirtækið er að meirihluta í eigu nýsjálenska ríkisins. 

Stjórnmálamenn í Nýja-Sjálandi höfðu haft áhyggjur af áhrif fyrirhugaðrar lokunar á efnahagslíf landsins. Um þúsund manns vinna hjá álverinu, sem ber heitið Tiwai Point, og er það stærsti raforkukaupandi í öllu landinu.

Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hafði heitið því í kosningabaráttunni á síðasta ári að hún myndi semja við fyrirtækið og reyna að fá samninginn framlengdan. 

mbl.is