Biden þurfti að byrja á núlli

Joe Biden, tilvonandi forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden, tilvonandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið í hendurnar nýjan Twitter-reikning fyrir forseta Bandaríkjanna. Reikningnum fylgdu þó engir fylgjendur. 

Biden og fólk í kringum hann hefur lýst óánægju með þennan ráðahag en annað var uppi á teningnum þegar Donald Trump tók við forsetareikningnum. Þá fékk Trump forsetareikninginn ásamt 13 milljónum fylgjenda hans sem færðust yfir til hans frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. 

Nýi reikningurinn, @PresElectBiden, mun breytast í forsetareikninginn @POTUS (President of the United States/Forseti Bandaríkjanna) á vígsludegi Bidens í næstu viku. 

Biden þarf þó kannski ekki að örvænta því á aðeins sex tímum var reikningurinn þó kominn með næstum 400.000 fylgjendur. 

Teymi Biden heyrði af þessu fyrir minna en mánuði síðan og sagði þetta þýða að „það þyrfti að byrja frá núlli“. 

Biden er sjálfur með 24 milljónir fylgjenda á eigin Twitter-reikningi. 

Twitter hefur ekki útskýrt af hverju þessi ákvörðun var tekin. Þó var upplýst að þeir sem hefðu áður fylgt reikningum forsetans og varaforsetans, sem og fylgjendur Biden og tilvonandi varaforsetans, Kamölu Harris, myndu fá tilkynningu þar sem þeim yrði boðið að fylgja nýju reikningunum. 

mbl.is