Bílsprengjan gerð óvirk

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Sprengja sem skilin var eftir á bifreið í Gladsaxe nærri Kaupmannahöfn hefur nú verið gerð óvirk. Íbúar sem búa á rýmingarsvæði vegna sprengjunnar fá að snúa aftur heim til sín. 

Lögreglu barst tilkynning fyrr í dag um mögulega bílsprengju og voru sprengjusérfræðingar danska hersins strax kallaðir til.

Svæðið umhverfis bifreiðina var rýmt. DR greinir frá því að sprengjan hafi verið gerð óvirk og að unnið sé að rannsókn málsins. Ekki liggur fyrir hver skildi sprengjuna eftir eða af hverju. 

mbl.is