Rannsaka mögulega bílsprengju

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. politiforbundet.dk

Sprengjusérfræðingar danska hersins rannsaka nú mögulega bílsprengju í Gladsaxe nærri Kaupmannahöfn. Svæðið hefur verið rýmt í varúðarskyni. 

DR greinir frá því að lögreglu hafi borist tilkynning síðdegis í dag um að óþekktum hlut, mögulega sprengju, hafði verið komið fyrir á bifreið. Lögregla og sprengjusérfræðingar komu á vettvang skömmu síðar, en enn hefur ekki tekist að staðfesta hvort að um sprengju sé að ræða. 

Íbúðarhúsnæði á svæðinu umhverfis bifreiðina hafa verið rýmd. Lögregla segir við DR að svæðið hafi verið tryggt og að lögregla hafi stjórn á aðstæðum. 

mbl.is