Lést í köfunarslysi í Noregi

Frá Vadsø.
Frá Vadsø. Ljósmynd/Wikipedia.org/Felix Maschek

Lík kafara sem var saknað í Vadsø í Finnmörk fannst á 40 metra dýpi en tveir kafarar lentu í óhappi við köfun í gær. Líðan hins er stöðug að sögn lögreglu í Finnmörk en hann var fluttur á háskólasjúkrahúsið í Tromsø. Mennirnir eru báðir á þrítugsaldri.

Annar kafaranna hringdi í Neyðarlínuna klukkan 13:17 í gær og tilkynnti um óphappið. Allt tiltækt lið var kallað út til leitar og auk kafara tóku meðal annars þyrlur þátt í leitinni og skip ásamt lögreglu og slökkviliði.

Frétt NRK

mbl.is