Navalní á heimleið

Alexei Navalní er á leiðinni heim.
Alexei Navalní er á leiðinni heim. AFP

Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní er væntanlegur til Moskvu í dag eftir að hafa dvalið í Þýskalandi síðan eitrað var fyrir honum í ágúst.

Navalní segir rússnesk stjórnvöld standa á bak við manndrápstilraunina og hafa rannsóknarblaðamenn stutt við þær ásakanir Navalnís en yfirvöld í Rússlandi þvertaka fyrir þær.

Frá flugvellinum í Berlín í dag.
Frá flugvellinum í Berlín í dag. AFP

Navalní á yfir höfði sér handtöku þegar hann lendir í Rússlandi en hann hefur biðlað til stuðningsmanna sinna að koma á flugvöllinn. Fjölmargir hafa lýst áhuga á facebooksíðu Navalnís þrátt fyrir að það sé skelfilega kalt í Moskvu í dag. 

Að sögn Navalnís hefur hann náð sér nánast að fullu eftir árásina, hann sakni Moskvu og það hafi aldrei verið efi í hans huga um að snúa aftur heim. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert