Navalní handtekinn í Rússlandi

Navalní á flugvelli í Moskvu skömmu áður en hann var …
Navalní á flugvelli í Moskvu skömmu áður en hann var handtekinn. AFP

Rúss­neski stjórn­ar­and­stæðing­ur­inn Al­ex­ei Navalní var handtekinn skömmu eftir komuna til Moskvu í Rússlandi í kvöld. Hann var um borð í flugi frá Berlín sem var vísað á annan flugvöll en upphaflega stóð til eftir að stuðningsmenn hans hópuðust saman á flugvellinum. 

Lögreglan í Moskvu hefur staðfest að Navalní hafi verið færður í varðhald, en viðbúið var að svo færi. 

„Alexei var fluttur í burtu af lögreglu á flugvellinum. Án nokkurra skýringa,“ segir Kira Yarmysh, talskona Navalní. 

mbl.is