Þriðja líkið fundið á Andøy

Þriðja líkið er nú fundið í brunarústunum á Andøy og …
Þriðja líkið er nú fundið í brunarústunum á Andøy og mun lögregla leita þeirra tveggja, sem enn er saknað, fram eftir kvöldi gerist þess þörf. Ljósmynd/Lögreglan í Nordland

Leitarmenn rannsóknarlögreglunnar Kripos fundu nú fyrir skömmu þriðja líkið í rústum sumarbústaðarins á Andøy. Unnið er að því að bera kennsl á líkin sem fundist hafa auk þess sem krufning þeirra stendur fyrir dyrum í Tromsø.

„Við höfum enga ástæðu til annars en að ætla að þarna hafi bara verið um skelfilegt slys að ræða,“ segir Jørn Karlsen, aðgerðastjóri lögreglunnar á svæðinu, í samtali við norska ríkisútvarpið NRK í útsendingu sem nú stendur yfir. Hann segir hug lögreglunnar á vettvangi vera hjá ástvinum hinna látnu.

Karlsen segir markmið lögreglunnar nú vera að finna jarðneskar leifar þeirra tveggja sem enn er saknað og muni lögregla halda áfram leit

Astrid Berthinussen Holm býr á bæ, fjóra kílómetra frá vettvangi brunans, og það var hjá henni sem sjötti maðurinn í bústaðnum, sá eini sem komst út, knúði dyra laust fyrir klukkan fimm í gærmorgun, berfættur og aðeins klæddur því sem hann hafði sofið í um nóttina og kvað Holm hann hafa verið mjög illa haldinn. Hann er nú á sjúkrahúsi og hefur notið aðstoðar áfallahjálparaðila síðan í gærmorgun.

NRK

VG

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert