Umdeild hákarlanet í S-Afríku

Um miðja síðustu öld var byrjað að leggja hákarlanet við vinsælar strendur í S-Afríku til að vernda baðgesti fyrir árásum hákarla. Nú eru netin afar umdeild þar sem fjölmörg önnur dýr festast í þeim og líffræðingar segja vistkerfi hafsins á svæðinu gjalda fyrir þetta úrræði sem sé tímaskekkja. 

Kafarinn og hákarlavinurinn Walter Bernardis við hákarlanet nærri Durban í …
Kafarinn og hákarlavinurinn Walter Bernardis við hákarlanet nærri Durban í Suður-Afríku. Um 400 hákarlar festa sig í netunum á ári hverju. AFP

Strendurnar við KwaZulu-Natal-svæðið laða til sín um sex milljón ferðamenn á ári og því er mikill þrýstingur frá ferðamannaiðnaðinum á að halda úti netunum sem eru við 37 strendur og alls um 300 kílómetra löng.

Kafarinn Walter Bernardis hefur fylgst með hákörlum á svæðinu um áratugaskeið og hann gagnrýnir notkun netanna harðlega. „Þetta eru í grunninn tjöld dauðans,“ segir Bernardis. Skjaldbökur, höfrungar og hvalir festi sig í netunum og drepist.

Í myndskeiði AFP sem fylgir fréttinni er kafað í málið og rætt við líffræðinga og kafara á svæðinu sem segja lífríki hafsins hafa látið verulega á sjá á undanförnum áratugum vegna netanna. Tígrishákarlar sem héldu til á svæðinu eru nú varla sjáanlegir en enginn hefur látist eftir hákarlaárás frá því að netin voru sett upp. Þeir sem eru á móti netunum benda þó á að hákarlar og önnur stór sjávardýr komist undir þau og geti synt upp að ströndinni. Þau lendi þó í vandræðum þegar þau reyni að komast aftur á haf út og festist þá í netunum. 

Strendur S-Afríku eru vinsæll áfangastaður ferðamanna. Hákarlaárásir á sjötta áratugnum …
Strendur S-Afríku eru vinsæll áfangastaður ferðamanna. Hákarlaárásir á sjötta áratugnum urðu til þess að net voru sett upp fyrir utan strendurnar. AFP
Fjölmargir ferðamenn fara í skipulagðar köfunarferðir á svæðinu. Áður voru …
Fjölmargir ferðamenn fara í skipulagðar köfunarferðir á svæðinu. Áður voru þær kallaðar Tígris-hákarlaferðir en þar sem tegundin sést varla lengur á svæðinu hefur þurft að breyta því. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert