Bólusetning skotgengur í Bretlandi

Bretlandi gengur ágætlega að bólusetja landsmenn.
Bretlandi gengur ágætlega að bólusetja landsmenn. AFP

Í Bretlandi hefur allt heimilisfólk á hjúkrunarheimilum verið bólusett, þeir sem eru 80 ára og eldri auk starfsmanna hjúkrunarheimilanna og NHS. Í dag hefst bólusetning á næstu tveimur forgagnshópunum, þeim sem eru 70 ára og eldri ásamt fullorðnu fólki í áhættuhópum. Alls hafa 3,8 milljónir manna þar í landi verið bólusettir.

Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að opna bólusetningarstöðvar með sólarhringsopnun fyrir lok janúar, til þess að ná betur utan um viðkvæmasta hópinn þar í landi. Sagði framkvæmdastjóri bólusetningar NHS við Covid-19, Nadhim Zahawi, að takmarkað magn væri af bólusefninu í samtali við Sky News og því mikilvægt að klára að bólusetja viðkvæma hópa.

Hefur NHS einnig gefið út að sólarhringsopnunin verði keyrð af stað innan tveggja vikna og er hún hugsuð fyrir fólk á atvinnumarkaði sem gæti átt auðveldara með að mæta í bólusetningu utan skrifstofutíma, en sá tími hefur hentað ágætlega fyrir viðkvæmasta hópinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert