Handtekin grunuð um stuld á tölvu Pelosi

Nancy Pelosi.
Nancy Pelosi. AFP

Riley June Williams, ein þeirra sem réðust inn í þinghúsið í Washington, hefur verið handtekin. Talið er að Riley hafi stolið tölvu eða hörðum diski Nancy Pe­losi, for­seta full­trúa­deild­ar þings­ins, með það að mark­miði að selja þýfið til Rúss­lands. BBC greinir frá. 

Hún hefur nú verið kærð fyrir að hafa ólöglega ráðist inn í bygginguna með ofbeldisfullum hætti. Skömmu eftir að hún hafði komist inn í bygginguna hélt hún inn á skrifstofu Pelosi í leit að gögnum. Að því er haft hefur verið eftir fyrrum kærasta Riley var ætlun hennar að selja upplýsingarnar til Rússlands. 

Fimm létust í árásinni á þinghúsið og fjöldi særðist. Leitað hefur verið að þeim sem stóðu að baki árásinni en þeir verða látnir svara til saka. Riley var ein þeirra sem var á lista alríkislögreglunnar FBI. Hún gaf sig fram í Pennsylvaníu í gær. 

Mynd sem tekin var af árásarmanni.
Mynd sem tekin var af árásarmanni. AFP
mbl.is