17 tilskipanir Bidens

AFP

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að undirrita 17 tilskipanir strax í dag en hann sver embættiseið síðdegis. Meðal annars að Bandaríkin verði að nýju aðili að Parísar-samkomulaginu í loftslagsmálum og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Í dag verður gerð breyting á varðandi komu fólks til Bandaríkjanna frá ríkjum þar sem múslímar eru fjölmennir. Donald Trump, fráfarandi forseti, lagði bann við komu fólk frá nokkrum fjölmennustu múslímaríkjum heims til Bandaríkjanna. Jafnframt verður bygging múrs á landamærum Mexíkó stöðvuð. 

Grímuskylda verður í húsnæði á vegum alríkisstjórnarinnar og reynt verður að endurheimta náttúrulegar auðlindir en það er ákvæði sem Trump lét fjarlægja. Jafnframt skrifar Biden undir tilskipun um að frysta útburð fóllks og veita vernd milljónum Bandaríkjamanna vernd sem eru komnir í vanskil með fasteignalán vegna Covid-19.

Biden ætlar að senda frumvarp til þingsins varðandi innflytjendum og að gefa milljónum óskráðra innflytjenda rétt á að sækja um ríkisborgararétt. 

Fjölmargt af því sem Biden undirritar í dag eru frá fyrri stefnu Barack Obama en Trump felldi úr gildi 19. janúar 2017.

Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, lýsti því í dag hversu feginn hann er að Biden væri að taka við Trump sem forseti Bandaríkjanna. Þetta væri góður dagur fyrir lýðræðið. Hann segist vita að margir deili þessari hugsun með honum.  

Jeff Zients, sem Biden hefur skipað yfirmann baráttunnar við Covid-19, segir að Biden muni hefja baráttuna við farsóttina með því að setja á laggirnar sérstaka Covid-19 skrifstofu í Hvíta húsinu. Öllum verður gert að bera grímu í húsnæði alríkisstjórnarinnar sem og þegar viðkomandi er í erindagjörðum alríkisstjórnarinnar. Grímuskyldan verður við lýði í 100 daga og vonast er til þess að þetta hvetji einkafyrirtæki til dáða sem og ríki Bandaríkjanna og stofnanir. 

Fauci á fund framkvæmdastjórnar WHO á morgun

Helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í kórónuveirunni, Anthony Fauci, mun leiða sendinefnd Bandaríkjanna sem tekur þátt í framkvæmdastjórnarfundi WHO á morgun. Zients segir að það að Bandaríkin skyldu yfirgefa á sínum tíma alþjóðlegt samfélag ríkja hafi tálmað í baráttunni við heimsfaraldurinn auk þess sem Bandaríkin eru varnarlausari en þau væru annars fyrir farsóttum framtíðarinnar. 

Gina McCarthy, sem fer með loftslagsmál í nýrri stjórn, segir að það að snúa aftur til Parísarsamkomulagsins geti markað tímamót í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Biden mun meðal annars afturkalla leyfið fyrir Keystone XL olíuleiðslunni sem var ætlað að hleypa mjög óumhverfisvænni olíu inn í Bandaríkin. Jafnframt verða fyrri viðmið varðandi losun gróðurhúsalofttegunda endurnýjaðar.

Auk þessa verður sérstök áhersla lögð á jafnrétti, bæði kynja og kynþátta, þegar kemur að atvinnulífinu og þjónustu. Forsetinn hefur heitið því að uppræta kerfisbundinn rasisma í stofnunum alríkisins segir Susan Rice, sem er helsti ráðgjafi hans í innanlandsmálum. 

Hér er hægt að lesa um allar tilskipanir Bidens.

mbl.is