Ferðaþjónustan Dubai bregst við veirunni

Þrátt fyrir fjölgun Kórónuveirugreininga í Dubai hafa yfirvöld í furstadæminu brugðist við ástandinu í heiminum með því að bjóða ferðamenn velkomna. Efnahagurinn reiðir sig á ferðamennsku og því hefur sóttkvíarlaus ferð til Dubai verið markaðssett í löndum þar sem ströng útgöngubönn eru í gildi. 

Ísraelskur ferðamaður myndar fálkaþjálfara í gamla hverfinu í Dubai fyrr …
Ísraelskur ferðamaður myndar fálkaþjálfara í gamla hverfinu í Dubai fyrr í mánuðinum. Þessa dagana er notalegur 25° hiti í Dubai. AFP

Daglegt líf er að mestu leyti í venjulegu horfi þar sem veitingahús, hótel og verslunarmiðstöðvar taka á móti gestum. Fjarlægðartakmörkunum og grímuskyldu er fylgt vel eftir og stærðir hópa sem fara í skipulagðar ferðir eru takmarkaðar við 20 þátttakendur. Alls búa um 10 milljónir manna í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þar greinast á mill þrjú og fjögur þúsund manns á degi hverjum en samkvæmt opinberum tölum hafa í kringum 750 manns látist af völdum Covid-19.

Sandbrettareið í eyðimörkinni er vinsæl afþreying.
Sandbrettareið í eyðimörkinni er vinsæl afþreying. AFP

Í myndskeiði AFP fréttaveitunnar kemur fram að ferðamenn séu krafðir um neikvæða skimun fyrir Covid-19 við komuna til landsins en mikið er í húfi fyrir efnahag landsins þar sem tekið var á móti 16 milljónum ferðamanna árið 2019. Emirates flugfélagið, sem er eitt hið stærsta í heimi, starfrækir nú þrjá fjórðu af flugflota sínum og flytur ferðamenn til landsins frá Bretlandi og Rússlandi svo dæmi séu tekin. 

Þessi stefna yfirvalda er ekki óumdeild og sér í lagi í ljósi þess að tilfellum hefur fjölgað í furstadæmunum. Fresta þurfti Heimssýningunni: Expo 2020, fram í október sem er stórviðburður í ferðamannaiðnaðinum og fram að því hafa stjórnvöld undirbúið umfangsmiklar bólusetningar.  

Undibúningur fyrir Heimssýninguna hefur kostað litla 8.2 milljarða Bandaríkjadali. Hér …
Undibúningur fyrir Heimssýninguna hefur kostað litla 8.2 milljarða Bandaríkjadali. Hér má sjá inn í einn salinn sem opnaður verður fyrir almenningi í október. AFP
Sjálfbærniskáli Heimssýningarinnar í Dubai lítur út fyrir að vera í …
Sjálfbærniskáli Heimssýningarinnar í Dubai lítur út fyrir að vera í fjarlægri framtíð. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert