Joe Exotic hlaut ekki sakaruppgjöf

Joe Exotic.
Joe Exotic. AFP

Aðdáendur Tiger King eru með böggum hildar yfir því að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hafi ekki náðað Joe Exotic sem fjallað er um í sjónvarpsþáttunum.

Dýragarðseigandinn fyrrverandi var sagður svo sannfærður um að honum yrði veitt sakaruppgjöf að vinahópur hans mun hafa lagt eðalvagni skammt frá fangelsinu þar sem hann hefur þurft að dúsa sem átti að aka honum heim, að sögn Independent. 

Exotic er að afplána 22 ára dóm í Fort Worth í Texas efir að hafa verið dæmdur árið 2019, meðal annars fyrir að hafa ráðið mann til að drepa andstæðing hans Carole Baskin.

„Ég er í áfalli yfir því að Trump hafi ekki veitt Joe Exotic sakaruppgjöf,“ skrifaði einn aðdáandi.

Annar bætti við: „Joe Exotic var ekki náðaður. Lítur út fyrir að Trump sé í liði með Baskin.“

mbl.is